17.10.1983
Neðri deild: 4. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

22. mál, þingsköp Alþingis

Forseti (Ingvar Gíslason):

Það hefur unnist mjög skammur tími fyrir allshn. að ganga frá sínum málum. Hún hefur komið saman til fundar og hér er tilkynning um að allshn. hafi kosið sér formann, Gunnar G. Schram, varaformann, Ólaf Þ. Þórðarson, og fundaskrifara, Guðrúnu Helgadóttur. Þá er mér kunnugt um að n. hefur tekið fyrir það dagskrármál sem hér er til umr. og frsm. fyrir allshn. er hv. þm. Ólafur Þórðarson. Tekur hann nú til máls og gerir grein fyrir störfum allshn. í þessu máli. Hann hefur tjáð mér að ekki hafi unnist tími til að láta prenta né heldur útbýta áliti n., en ég vona að hv. þdm. hafi biðlund um þetta og mun ég þá gefa frsm. allshn. Nd. orðið.