22.05.1984
Efri deild: 113. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6554 í B-deild Alþingistíðinda. (6125)

40. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. 3. þm. Norðurl. v. um að við höfum margsinnis endurtekið atkvgr. þegar okkur hefur ekki fundist það gefa niðurstöðu sem menn annaðhvort áttu von á eða var nægilega skýr. En í þessu tilviki horfir svolítið öðruvísi við þar sem forseti hefur þegar lýst því yfir og það fært til bókar að frv. sé fellt. Það er að mínu viti algerlega sambærilegt við aðrar afgreiðslur mála, þegar búið er að ganga frá þeim og innsigla þau með yfirlýsingu um afgreiðstu málsins.