22.05.1984
Sameinað þing: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6585 í B-deild Alþingistíðinda. (6189)

Þinglausnir

Ragnar Arnalds:

Ég vil fyrir hönd alþm. þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir okkur til handa. Ég þakka honum fyrir ágæta forustu um þingstörfin í vetur og fyrir réttláta fundarstjórn. Ég árna honum og fjölskyldu hans allra heilla á komandi sumri.

Ég vil einnig þakka starfsliði Alþingis fyrir ágæt störf á liðnum vetri. En alveg sérstaklega vil ég þakka skrifstofustjóra Alþingis fyrir framúrskarandi störf í þágu Alþingis um áratuga skeið, en hann lætur nú af störfum, eins og hér hefur komi fram. Ég vil óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta á komandi árum. Ég vænti þess að við megum öll hittast heil á húfi á komandi hausti. Ég bið alþm. að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum — [Þingmenn risu úr sætum.]