14.11.1983
Neðri deild: 13. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 815 í B-deild Alþingistíðinda. (651)

73. mál, Tónskáldasjóður Íslands

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um viðauka við lög um Fiskveiðasjóð Íslands. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl. frá 5. apríl 1983. Þá voru mjög veruleg vandamál í sjávarútvegi. Þáv. ríkisstj. tók um það ákvörðun að veita sjálfskuldarábyrgð á allt að 120 millj. kr. vegna vandamála sem þá voru uppi. Þessu fé — hagræðingarfé — var úthlutað af sérstakri nefnd, skipaðri af sjútvrh. Í þeirri n. voru Benedikt Bogason formaður, Bogi Þórðarson, Karl Bjarnason og Svavar Ármannsson. Úthlutunin var fyrst og fremst byggð á skýrslu annarrar nefndar um stöðu útgerðar og fiskvinnslu, en í þeirri nefnd voru Benedikt Bogason, Bogi Þórðarson, Helgi Bachmann, Svavar Ármannsson, Ólafur Helgason og Garðar Ingvarsson.

Þessu var síðan haldið áfram með reglugerð sem gefin var út 7. apríl 1983 og fjármagn þetta var lánað af Fiskveiðasjóði, en nauðsynlegt var að gefa út sérstök brbl. um þetta mál.

Herra forseti, ég sé ekki ástæðu til að orðlengja um þetta frv. Ég vil leggja til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og sjútvn., en þar munu nm. geta kynnt sér nánar hvernig að máli þessu hefur verið staðið.