15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Eins og hæstv. utanrrh. gat um áðan hefur mál þetta ekki verið rætt í ríkisstj. og ekki verið lagðar fram þær upplýsingar sem gera þingflokki framsóknarmanna kleift að taka afstöðu til málsins. Ég hef hins vegar fylgst nokkuð með málinu frá utanrrh.

Ég vil leggja áherslu á að Framsfl. hefur ekki áhuga á að fjölga hernaðarmannvirkjum á Íslandi. Ég tel hins vegar sjálfsagt að kanna að hvaða notum slíkar radarstöðvar gætu komið okkur Íslendingum. Fullyrt er að þær mundu t.d. gera flugmálayfirvöldum kleift að fylgjast með flugi íslenskra véla um land allt, sem ekki er hægt nú með radar. Vélar eru búnar svonefndum radarsvara en hverfa af radarskjánum þegar þær koma yfir hálendið. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, og hef það frá mönnum sem eru vel að sér á þessu sviði, að radarstöðvar staðsettar fyrir vestan og norðan mundu gera kleift að fylgjast með vélum um land alli og hefðu þannig vafalaust forðað ýmsu slysi. Þetta tel ég sjálfsagt að athuga.

Ég tel einnig mikilvægt að unnt sé að fylgjast með ferðum skipa á íslensku hafsvæði. Getur það svæði. T.d. er hægt að fylgjast með björgunarbátum með radarspeglum einnig varðað mjög öryggi sjófarenda á þessu og fleiru þess háttar sem í þá væri sett.

Ég tel einnig mjög mikilvægt að svona stöðvar væru reknar af íslenskum aðilum, t.d. Pósti og síma, eins og lóranstöðin á Snæfellsnesi.

Þetta nefni ég fyrst og fremst af því að ég álít sjálfsagt að skoða þessa hluti og þeir munu vega þungt í mati framsóknarmanna á slíkum mannvirkjum, sem eins og ég segi hafa ekki komið til umræðu og ekki kom fram nægar upplýsingar um og ég get því ekki fullyrt að þau yrðu að þeim notum sem ég hef rakið.