15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í B-deild Alþingistíðinda. (678)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Herra forseti. Það var meira en lítið uggvænlegt að heyra utanrrh. landsins lýsa því yfir hér í ræðustól að hann vildi helst ekki hugsa um þann möguleika að ófriður geti brotist út í Norðurátfu. Telur ráðh. það virkilega ekki vera í verkahring sínum að hugsa fyrir þeim möguleika og fyrir stöðu Íslands í því samhengi? Er slík afstaða verjanleg í heimi sem inniheldur gjöreyðingarvopn á borð við kjarnorkuvopn? Ég bið þingheim að íhuga þetta.