15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í B-deild Alþingistíðinda. (708)

394. mál, bankaútubú

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. viðskrh. svör hans og vil þá leyfa mér að spyrja þeirrar spurningar sem ég veit ekki hvort hann er reiðubúinn til að svara á þessari stundu: Ef hann brestur heimild til að afturkalla heimildir til bygginga, sem mér virðist vera skýrt og ljóst, hver er þá afstaða hans til framhalds þessara mála hin næstkomandi ár? Mun hann beita sér fyrir aðhaldi í þessum málum? Hefur hann gert sér ljósa grein fyrir ákveðnum fyrirætlunum sínum á þessu sviði?