15.11.1983
Sameinað þing: 20. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

9. mál, afsögn þingmennsku

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Svo leiki ekki á því neinn vafi vil ég gera ljóst að ég mun að sjálfsögðu, eins og aðrir þm., hlíta úrskurði forseta. Ég er ekki ánægður með þennan úrskurð, en hlíti honum.

Ég vil þó leyfa mér að spyrja hæstv. forseta hvort ekki hefði verið eðlilegra að leggja þessa málsmeðferð til og bera hana undir atkv. eins og ákvarðanir um hvernig ræða skuli Enn fremur, með leyfi hæstv. forseta, vil ég gera hér örstutta athugasemd.

Samkv. gerðabókum Nd. og Sþ. á hv. 6. þm. Reykv. Ellert B. Schram sæti í Nd. Einnig á hann sæti í fjh.- og viðskn. Nd., heilbr.- og trn. Nd og allshn. Nd. Einnig á hann sæti í allshn. Sþ. Einnig hefur Sþ. samþykkt leyfi til handa hv. 6. þm. Reykv. frá störfum til áramóta. Þetta hefur allt saman gerst án þess að kjörbréf hv. 6. þm. Reykv. hafi verið samþ. í atkvgr. í Sþ. og því ekki seinna vænna að leiðrétta það.