17.10.1983
Efri deild: 4. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í B-deild Alþingistíðinda. (73)

22. mál, þingsköp Alþingis

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um breyt. á þingsköpum Alþingis. samkomulag hefur orðið með öllum flokkum á Alþingi um að fjölga í fjvn. í tíu þannig að allir þingflokkar geti átt þar fulltrúa. Svipað var gert 1974.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta mörg orð. Ég geri ekki tillögu um nefnd þar sem um samkomulagsmál er ræða, þannig var það einnig 1974, en tel þó rétt að láta þess getið, að við meðferð málsins í Nd. kom fram till. um allshn. þótt ég gerði hana ekki. En ég geri að till. minni að málinu verði vísað til 2. umr.