16.11.1983
Efri deild: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (739)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Frv. þetta til l. um ýmsar nýjungar við lánsfjáröflun ríkissjóðs, einkum að verðtryggja lán og jafnvel gjaldeyristryggja, sem boðin yrðu út á inniendum markaði, var til umr. í þessari hv. deild fyrir fáum dögum og þá allmikið um það rætt og tóku þó nokkuð margir þm. til máls. Menn voru held ég á nokkuð einu máli um að þessa leið bæri að reyna og í n. kom ekki annað fram en að þetta væri merkileg tilraun. Hins vegar greindi menn nokkuð á um það, hvaða líkur væru til að þessi bréf setdust og það í skyndingu, eins og hér hefur komið fram, á einungis kannske sex vikum eða svo. Minni hl. n. vildi þar slá varnagla sem hann gerir grein fyrir. Við í meiri hl. töldum ekki á því þörf og kannske þýðingarlaust og óeðlilegt að Alþingi færi að ákveða eitthvað um hvernig fjár yrði aflað á næsta ári og að ákveða bráðabirgðalántöku í Seðlabankanum rétt fyrir áramót. Við töldum það ekki eðlilegan hátt þessa máls.

En eins og ég sagði leggjum við í meiri hl. áherslu á, og kannske allir nm., að málið fái skjóta afgreiðslu og við viljum að það verði samþ. óbreytt, en minni hl. gerir grein fyrir sínum breytingum.