18.10.1983
Sameinað þing: 5. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Umræðan skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund og fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur 10 mínútur til umráða.

Röðin verður þessi í fyrri umferð: Forsrh., Sjálfstfl., Alþfl., SK, Alþb. og BJ. Í síðari umferð: Sjálfstfl., BJ, Alþfl., Framsfl., SK og Alþb.

Ræðumaður auk forsrh. verður af hálfu Framsfl. Halldór Ásgrímsson sjútvrh. í síðari umferð. Af hálfu Sjálfstfl. talar Geir Hallgrímsson utanrrh. í fyrri umferð og Ragnhildur Helgadóttir menntmrh. í þeirri síðari. Af hálfu Alþfl. tala Kjartan Jóhannsson, 3. þm. Reykn., og Jón Baldvin Hannibalsson, 5. þm. Reykv., í fyrri umferð og Karl Steinar Guðnason, 6. landsk. þm., í þeirri síðari. Af hálfu SK tala Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 11. þm. Reykv., og Guðrún Agnarsdóttir, 3. landsk. þm., í fyrri umferð og Kristín Halldórsdóttir, 7. landsk. þm., í þeirri síðari. Af hálfu Alþb. tala Svavar Gestsson, 3. þm. Reykv., og Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl., í fyrri umferð og Guðmundur J. Guðmundsson, 7. þm. Reykv., í þeirri síðari. Af hálfu BJ tala Guðmundur Einarsson, 4. landsk. þm., og Kristín S. Kvaran, 1. landsk. þm., í fyrri umferð og Stefán Benediktsson, 8. þm. Reykv., í þeirri síðari.

Hefst nú umr. og tekur hæstv. forsrh., Steingrímur Hermannsson, til máls.