21.11.1983
Neðri deild: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

44. mál, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Á þskj. 92 er nál. frá fjh.- og viðskn. þar sem segir að málið hafi verið tekið til umfjöllunar hjá n., á fund hennar hafi komið Sigurgeir Jónsson aðstoðarbankastjóri og að enginn ágreiningur sé innan n. um afgreiðslu málsins.

Eins og fram hefur komið fyrr á þessum fundi er gert ráð fyrir að hækka kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr 43.5 millj. SDR í 59.6 millj. SDR og „skal Seðlabanki Íslands leggja fram það fé sem þarf til hækkunar kvótans“, svo vitnað sé til 1. gr. frv. Sá hluti kvótaaukningarinnar sem greiddur yrði í SDR greiðist af Seðlabankanum og myndar sérstaka gjaldeyrisinnstæðu hjá sjóðnum og telst áfram til gjaldeyrisforða Seðlabankans, sem jafnframt hefur komið fram fyrr á þessum fundi hv. Nd. Þetta er hluti af almennri reglubundinni hækkun. Kvótaaukning þessi var samþykkt af yfirstjórn sjóðsins 31. mars 1983, en frestur til að staðfesta þessa aukningu rennur út hinn 30. nóv. 1983. Þess vegna er brýnt að afgreiða þetta mál sem allra fyrst.

Eins og fyrr sagði, herra forseti, er enginn ágreiningur í n. um þetta mál. Undir nál. rita sex hv. þm., sem sæti eiga í n. Geir Hallgrímsson var fjarstaddur umr. í n. og skrifar þar af leiðandi ekki undir nál. Við leggjum til að frv. verði samþykkt.