22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

Rannsókn kjörbréfs

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Á þskj. 56 hef ég leyft mér að bera fram svohljóðandi fsp. til hæstv. dómsmrh.:

„Hefur nefnd sú, sem skipuð var til að endurskoða lög um sjálfræðissviptingu, lokið störfum? Ef svo er, hverjar eru tillögur nefndarinnar?“

Svar við þessari fsp. er að mestu komið í framlagningu hæstv. ráðh. á frv. til lögræðislaga þar sem einn kafli fjallar sér í lagi um þennan umspurða þátt. Helst væri þá á þessu stigi að spyrja hæstv. ráðh. hvort um það væri að ræða að breytingar hefðu orðið á tillögum nefndar að frv.-drögum miðað við fullbúið og framlagt frv. Að öðru leyti vísast til þess að ég mun í Ed. eiga þess kost að ræða frv. efnislega og betur og m.a. koma vissum ábendingum á framfæri.