22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (859)

80. mál, kostnaður af kynningu á efnahagsaðgerðum Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Þau fáheyrðu undur hafa gerst að hv. 5. þm. Reykn. hefur kvatt sér hljóðs á Alþingi Íslendinga og boðar siðbót á ákveðnu sviði. Það leiðir hugann að því hvort hann sé reiðubúinn að beita sér fyrir því að Alþýðusamband Íslands og launþegahreyfingar þessa lands, sem eru með um 1% af launatekjum landsmanna í sínum fórum, noti þá fjármuni ekki til pólitískra afskipta til að auka fylgi Alþb. í landinu og hvort sú ráðstöfun þeirra fjármuna sé hlutlaus að hans mati.