22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (888)

400. mál, bankaútibú

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Það er aðeins ein spurning enn þá til hæstv. viðskrh., sem hann getur svarað með jái eða neii. Mig langar að beina til hans þeirri fsp., hvort hann telji að fjárfestingar í bankakerfinu séu ekki komnar á alvarlegt stig þegar fjárfestingar einstakra banka eru komnar langt umfram eiginfjárstöðu, eins og fram kemur í yfirliti um viðskiptabanka og sparisjóði, um efnahag og rekstur bankanna fyrir árið 1982. Eins langar mig að spyrja hann að því, við hvaða verðlag þær tölur sem hann gaf upp í upphafi um stofn- og rekstrarkostnað þessara 11 bankaútibúa eru miðaðar.