24.11.1983
Sameinað þing: 25. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

103. mál, lagahreinsun og samræming gildandi laga

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Ég ætla mér ekki að ræða efnislega um þetta mál, en vegna orða hv. þm. um leit hans að meðflutningsmönnum geta þess að hann bað mig að skrifa upp á þessa till. og ég sagði nei. Það segir ekkert um hvað Alþb. vildi. Ég hafði bara ekki áhuga. Það er enginn skyldugur til að skrifa upp á hvaða plagg sem er. Það væri líka þokkalegt. (AG: Orðum mínum var ekki beint til neins eins manns.) Það eru komin ein 100 þskj. og mig langaði ekki að vera meðflm. að þeim öllum. — Mér finnst þetta alveg eindæma frekja.