03.12.1984
Neðri deild: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

167. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins nota tækifærið til að mótmæla þeim hugleiðingum hv. þm. Svavars Gestssonar að hér sé verið að finna eitthvert sérstakt tækifæri til að vega að kjörum sjómanna. Slíkar hugleiðingar hans dæma sig sjálfar og ég mótmæli þeim. Það hefur ekkert komið fram í mínu máli sem réttlætir það að draga slíkar ályktanir og er í raun og veru furðulegt að hann skuli eyða svo miklum tíma í að reifa sínar hugleiðingar um það hér í ræðustól á Alþingi.