04.12.1984
Sameinað þing: 29. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1578 í B-deild Alþingistíðinda. (1059)

33. mál, lífeyrisréttindi húsmæðra

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Aðeins örfáar setningar. Ég held að það sé í rauninni verra fyrir álit Alþingis hvernig fundarsókn er hér núna en sú staðreynd að vakin er athygli á að svo sé. Ég held að þetta sé raunar óviðunandi ástand. Ég held líka að það sé engan veginn góður skikkur ef á sama tíma og fundur er í Sþ. er verið að halda mikilvæga nefndarfundi á vegum þingsins í húsunum á þinglóðinni. Ég held að það séu óverjandi vinnubrögð og ég get ekki komið auga á, herra forseti, hvaða mál það gætu verið sem kalla á það að nefndarfundir séu haldnir allt um kring á fundatíma Sþ. Ég skal virða tilmæli forseta og ekki hafa um þetta fleiri orð, en mér finnst þetta vera ástand sem við ekki getum látið uppi haldast lengur.