05.12.1984
Efri deild: 23. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1612 í B-deild Alþingistíðinda. (1095)

133. mál, sala Landssmiðjunnar

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er rétt að taka fram nú að á dagskrá þessa fundar eru fjögur mál sem nauðsynlegt er að koma í gegnum deildina í dag, þ.e. 2., 3., 4. og 5. mál á dagskránni. Þá eru einnig tvö mál sem lögð er áhersla á að koma til nefndar. Það eru 7. og 8. málið. Vegna reynslu forseta af góðri samvinnu hv. þdm. væntir hann að þetta megi takast með því að hugsanlega þurfi að hafa annan fund kl. 6. Mér þykir rétt að taka þetta fram nú þegar. Löggiltir endurskoðendur, frv. 138. mál (þskj. 143, n. 217). — 2. umr.