05.12.1984
Neðri deild: 20. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

153. mál, heilbrigðisþjónusta

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það vakti athygli mína að hæstv. heilbrmrh. nefndi Akureyrarumdæmi sem dæmi um læknishérað þar sem þessi breyting ætti að ganga í gildi um næstkomandi áramót. Ég vil í framhaldi af því spyrja hæstv. heilbrmrh.: Verður það tryggt að séð verði fyrir því við afgreiðslu fjárlaga að sú breyting, sem taka á gildi í Akureyrarumdæmi, verði tryggð með fjárveitingum? Mér skilst að í því frv. til fjárlaga sem lagt var fram hér á hv. Alþingi fyrir nokkru séu ekki þeir fjármunir sem þarf til þessarar breytingar. Ég vil spyrja hæstv. heilbrmrh. vegna orða hans hér áðan: Verður það þá tryggt við endanlega afgreiðslu fjárlaga að svo verði?