05.12.1984
Efri deild: 24. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1642 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

188. mál, barnabótaauki

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Síðasta ræða var alveg í dúr við það sem áður var að sökudólgurinn er verkalýðshreyfingin, en sá aðili sem eyðileggur samningana gengur í skrokk á verkalýðshreyfingunni og reynir að fótumtroða samninga, það eru heilagar kýr. Þetta er alveg í ætt við þann málflutning sem verið hefur á undanförnu ári. Og ég minni á það alveg hiklaust að þeir sem gera samninga gera þá í góðri trú og reikna með því að þeir séu að semja við heiðarlega menn og búi við heiðarlega ríkisstj.