10.12.1984
Efri deild: 26. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

191. mál, almannatryggingar

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Við skrifum hér nokkur undir þetta nál. með fyrirvara. Ég ætla að skýra frá því að sá fyrirvari markast af því að nú hefur verið lagður á mjög illvígur sjúklingaskattur þar sem sjúklingum ber að greiða um 4–5 sinnum meira fyrir hina ýmsu þjónustu sem þeir þurfa að njóta. Við höfum talið að sjúkratryggingagjaldið ætti að nægja sem framlag til þessara mála og annað kæmi úr ríkissjóði en við vildum tilgreina það með þessum fyrirvara að við erum mjög andvíg þeirri þróun sem átt hefur sér stað með þessari skattlagningu, aukaskattlagningu á sjúkt fólk.