10.12.1984
Efri deild: 26. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

190. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Félmn. hefur haft þetta mál til athugunar og eins og fram kemur mælir nefndin eindregið með því að frv. verði samþykkt. Þetta er afskaplega einfalt mál að allri gerð, en skv. 26. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, 8. mgr. þeirrar gr., er gert ráð fyrir því að þær fjárhæðir sem hér er um að ræða breytist í samræmi við breytingar á skattvísitölu.

Hér er í fyrsta lagi um að ræða fastan frádrátt, í öðru lagi frádrátt vegna barna og í þriðja lagi um fjárhæðir sem ekki eru innheimtar, þ.e. ef útsvar er innan ákveðinna marka.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.