10.12.1984
Neðri deild: 21. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (1218)

186. mál, frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. 3. þm. Reykv. skilur að hér er ekki um nýtt frv. að ræða, heldur aðeins breytingu á upphæðum vegna verðbólgunnar og er það rétt. En þær upplýsingar sem hann biður mig um að færa sér úr þessum ræðustól hef ég ekki. Ég á ekki von á því að það standi á að gefa ær þegar málið kemur í virðulega fjh.- og viðskn. Ég vil ítreka að hér er ekki um nein sérstök hlunnindi fyrir auðmenn, auðugt fólk að ræða. Með þessu frv. er verið að gefa hverjum sem er kost á þátttöku í rekstri, eignaraðild að fyrirtækjum og jafnframt tekjumöguleika ef vel gengur. Þannig gæti það orðið atvinnuskapandi ef almenningur vill taka þátt í uppbyggingu atvinnutækifæra með þátttöku sinni í fyrirtækjum almennt.