17.12.1984
Efri deild: 31. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (1478)

233. mál, verðjöfnunargjald af raforkusölu

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Ég hef hlustað á andmæli hv. dm. við því að frv. um verðjöfnunargjald af raforku skuli hafa borið svo brátt að með þessar brtt. En ég vil skýra frá því að ég tjáði formanni n. að ég mundi hugsanlega leggja till. fram. Og annað er það að hafi menn lesið frv. sjálft og þau fskj. sem því fylgja, þá eru þessar till. allar í því, þannig að það ætti ekki að vera til hindrunar þó þessar brtt. hafi komið fram hér. Þessar till. eru í samræmi við það álit sem sérstök nefnd, sem skipuð var til að fjalla um þessi mál, sendi frá sér. Þykir mér því afar slæmt að málinu skuli frestað nú. Ég tel það alveg þarflaust.