17.12.1984
Neðri deild: 27. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2080 í B-deild Alþingistíðinda. (1523)

138. mál, löggiltir endurskoðendur

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 67 frá 1976, um löggilta endurskoðendur.

N. hefur athugað þetta frv. Hún mælir með samþykkt þess. Auk þess sat hv. þm. Guðrún Agnarsdóttir fundi n. og er samþykk afgreiðslu málsins. Undir þetta nál. rita allir nm. í fjh.- og viðskn. Nd.

Í frv. felst að nokkuð er breytt reglum um próf hjá löggiltum endurskoðendum, en óeðlilegt þótti að varðandi þær kröfur sem gerðar eru til löggiltra endurskoðenda segir í lögunum: „Engum er heimilt að endurtaka próf þetta nema einu sinni.“ Þau sjónarmið sem stóðu að baki þessa ákvæðis voru þau að skapa visst aðhald og takmarka hve oft hver einstaklingur getur endurtekið prófið. Hins vegar eru þetta mjög erfið próf og ekki í samræmi við aðrar námskröfur í Háskólanum að setja þessa skrúfu á próftaka. N. leggur til að frv. verði samþykkt.