17.12.1984
Neðri deild: 27. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2085 í B-deild Alþingistíðinda. (1531)

189. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti fjh.- og viðskn. Nd. um frv. til l. um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

N. hefur haft þetta frv. til meðferðar og mælir með því að það verði samþykkt. Það gerir einnig hv. þm. Guðrún Agnarsdóttir sem sat fundi n., en einstakir nm. áskilja sér jafnframt rétt til þess að flytja eða fylgja brtt.

Ég lít svo á, að hér sé um eðlilega skattheimtu að ræða og skattstofn sem síðar á árinu megi íhuga hvort sé fullnýttur.