18.10.1984
Sameinað þing: 7. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

Um þingsköp

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Sú venja var hér á þinginu í fyrra, að þegar umr. utan dagskrár stóðu fyrir dyrum, þá voru þingflokkar látnir af því vita. Nú hefur það ekki gerst í þetta skipti, heldur var því hvíslað hér í eyra mitt rétt um kl. 2 þegar fundurinn var að hefjast, að hér ættu að vera umr. utan dagskrár. Þetta er held ég andstætt því, sem um hefur verið talað. Nú má vera að í þetta skiptið hafi ekki orðið við þessu gert, en ég legg áherslu á það, að það er nauðsynlegt að þingflokkar fái með eðlilegum hætti vitneskju um það þegar slíkar umr. eiga hér að hefjast.