19.12.1984
Efri deild: 35. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2198 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

178. mál, atvinnuréttindi vélfræðinga

Frsm. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. samgn. Ed. Alþingis um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum. Eins og nál. ber með sér var n. sammála um afgreiðslu þessa máls.

Á fundi n. komu til viðræðna Andrés Guðjónsson skólastjóri Vélskóla Íslands, Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags Íslands og Finnur Loftsson varaformaður nemendafélags Vélskólans.

Að öðru leyti get ég vísað til þeirrar grg. sem ég gaf í sambandi við það mál sem ég mælti hér fyrr fyrir á fundinum. Þessi frv. hafa fylgst að og sá einn munur er á breytingu þeirra að við gerum hér ekki till. um neinar efnisbreytingar en aftur á móti er nokkuð mikið hróflað við texta frv. Að öðru leyti er hér ekki um breytingar að ræða.

Með þeim breytingum sem ég hef nú lýst var samgn. sammála um að mæla með samþykkt frv.