19.12.1984
Neðri deild: 33. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2243 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

187. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti fjh.- og viðskn. á þskj. 345 um frv. till. á þskj. 288, um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, þ.e. um frádráttarliði og skattstiga.

Nefndin hefur fjallað um þetta mál og fengið til viðtals Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóra, Árna Kolbeinsson í fjmrn. og Sólveigu Ólafsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands. Nefndin var sammála um að mæla með samþykkt frv., en einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt.

Undir þetta rita Páll Pétursson, Guðmundur Einarsson með fyrirvara, Friðrik Sophusson, Svavar Gestsson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Kjartan Jóhannsson með fyrirvara. Guðrún Agnarsdóttir sat fundi nefndarinnar og flytur ásamt Kristínu Halldórsdóttur brtt.