19.12.1984
Neðri deild: 34. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2256 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

178. mál, atvinnuréttindi vélfræðinga

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. 4. þm. Norðurl. e. á því að ég studdi ekki þau rýmkunaratriði sem komu hér fram s.l. vetur. Og ég er sama sinnis enn. Mér finnst það óeðlilegt að þannig sé staðið að atvinnuréttindum á milli stétta að ef það séu heilbrigðisstéttir þá skuli engin undanþága höfð en ef það séu sjómenn þá sé sjálfsagt að útdeila réttindunum að ráðherra vild.