20.12.1984
Sameinað þing: 38. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2393 í B-deild Alþingistíðinda. (1863)

1. mál, fjárlög 1985

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Við 2. umr. drógum við flm. brtt. á þskj. 409, ég, Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon, till. um framlag til K-byggingar Landspítalans, þ.e. krabbameinslækningadeildar, til baka til 3. umr. Till. okkar var um framlag að upphæð 29.1 millj. kr. Milli 2. og 3. umr. hefur hv. fjvn. samþykkt framlag að upphæð 20 millj. kr., en þar var ekki gert ráð fyrir neinni upphæð áður. Með því þykir okkur nefndin hafa komið myndarlega til móts við till. okkar og treystum því jafnframt að þær 11 millj., sem við fengum samþykktar í fyrra til K-byggingar Landspítalans, komi til greiðslu. Við teljum því ekki ástæðu til að láta fara fram atkvgr. um till. okkar og þökkum hv. fjvn. fyrir skilning á þessu mikilvæga máli.