29.01.1985
Sameinað þing: 40. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2404 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

196. mál, skattar verslunarinnar

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram á þskj. 220 fsp. til hæstv. fjmrh. um skatta verslunarinnar, banka og skipafélaga árið 1983. Fsp. er á þessa leið:

„Hver var hagnaður

a. smásöluverslunar,

b. heildverslunar

skv. skattframtölum árið 1983 af rekstri (fyrir skatta, „skattalegar ráðstafanir“ og framlag í varasjóð/fjárfestingarsjóð)?

2. Hve margar smásöluverslanir og heildverslanir töldu fram til skatts fyrir árið 1983?

3. Hver var hagnaður skipafélaganna alls skv. skattframtölum árið 1983?

4. Hver var hagnaður bankanna 1983-sundurliðaður eftir bönkum?“