23.10.1984
Sameinað þing: 8. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (213)

34. mál, fjáröflun til íbúðalánasjóða

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Jónsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir hans greinargóðu svör og lýsi ánægju yfir því að standa eigi við lánsfjárlög. Mér fannst samt skringilegt svar að standa eigi við lög. Ég hélt að lög væru sett til þess að staðið væri við þau. Ég vil taka það aftur fram að ég er ánægð yfir því að það eigi að standa við lánsfjárlög, en vil samt ítreka ef þörfin er meiri en lánsfjárlög segja til um. Verður þá ekki reynt að bæta úr fyrir þeim sem þurfa á fjármagni að halda?