05.02.1985
Sameinað þing: 44. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2649 í B-deild Alþingistíðinda. (2130)

270. mál, aukafjárveitingar

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég held að hæstv. ráðh. hafi misskilið orð mín áðan. Ég fór aðeins fram á að þetta samráð yrði nefnt réttu nafni. Þetta yrði nefnt samráð við fulltrúa stjórnarflokkanna. Að því búnu nefndi ég tvær upphæðir, annars vegar til ferðamálaráðs og hins vegar vegna samninga við Alusuisse. Ég gagnrýndi hvoruga upphæðina. Ég sagði: Þetta er ég búin að sjá og ég man þessar tölur, en ég hef ekki fengið neinar útskýringar á því hvers vegna þessar aukafjárveitingar urðu til. Ég hef bara séð tölur á blaði.