23.10.1984
Sameinað þing: 8. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (215)

37. mál, fjárhagsstaða húsnæðislánakerfisins

Fyrirspyrjandi (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Miðað við svör hæstv. félmrh. áðan sýnist ekki ástæðulaust að árétta og jafnvel endurtaka sumar spurninganna um ástandið í húsnæðismálum, hvernig staðið hefur verið við lagabókstaf og fyrirheit í þeim málum. Þess vegna leyfi ég mér að beina eftirtöldum fsp. til hæstv. félmrh.:

1. Hvernig hefur tekist að standa við ákvæði lánsfjárlaga um fjármögnun Byggingarsjóðs ríkisins (miðað við fyrstu 9 mánuði ársins) með framlögum skv. lánsfjárlögum frá eftirtöldum aðilum:

1) Skyldusparnaði,

2) Atvinnuleysistryggingasjóði,

3) Lífeyrissjóðum,

4) Sérstakri fjáröflun ríkissjóðs?

2. Hvernig hefur tekist að standa við ákvæði lánsfjárlaga um fjármögnun Byggingarsjóðs verkamanna með skuldabréfakaupum lífeyrissjóða?

3. Hversu mörg lán hafa verið veitt (á fyrstu 9 mánuðum ársins) til:

a) nýbygginga (úr Byggingarsjóði ríkisins),

b) eldri íbúða (úr Byggingarsjóði ríkisins),

c) nýrra verkamannabústaða (úr Byggingarsjóði verkamanna)?

4. Hversu margar umsóknir um lán til kaupa á eldri íbúðum liggja óafgreiddar?

5. Hversu margir umsækjendur nýbyggingarlána hafa orðið fyrir seinkun á afgreiðslu lána og hve lengi er sú seinkun áætluð?

6. Hvað má áætla vaxtamun inn- og útlána háa upphæð á árinu 1984 í millj. kr. og sem hlutfali af ríkisframlögum hjá:

Byggingarsjóði ríkisins?

Byggingarsjóði verkamanna?