12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

282. mál, hlustunarskilyrði hljóðvarps

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Ég hlýt, herra forseti, að skýra þetta til að það valdi ekki misskilningi. Ég nefndi vissulega við hæstv. forseta að ég þyrfti að geta skroppið niður í sjónvarpsviðtal, en af því viðtali varð ekki. Það varð að ráði að fresta því þar til síðar í dag, þar til undir kvöld, þannig að ég var með annan fótinn inni í salnum ef ég ekki var kölluð í síma út af aðkallandi málum sem ýmsir hafa kannske fylgst með þessa dagana.