12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2849 í B-deild Alþingistíðinda. (2319)

254. mál, nöfn fyrirtækja

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég skal endurtaka það, sem ég sagði, að ég mun gera mitt til þess að reyna að framfylgja þeim lögum sem um þetta gilda, þ.e. þeim sem hér eru til umr. En ég vek enn á ný athygli á löggjöfinni um vörumerki sem eru vissulega alþjóðleg orð sem notuð eru. Í því tilfelli sem þar er um að ræða er þetta ekki eins einfalt og sýnist vera. En ég er sammála fyrirspyrjanda um að það ber auðvitað að gera allt sem hægt er til þess að tryggja það að því sé framfylgt sem þessi lög kveða á um í þessum efnum. Og það mun ég að sjálfsögðu gera eftir því sem í mínu valdi stendur.