12.02.1985
Sameinað þing: 48. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2871 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

162. mál, stighækkandi eignarskattsauki

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það var ætlunin að halda áfram með málið þannig að við enduðum þennan fund á eðlilegum tíma fyrir kvöldmat, en ekki gert ráð fyrir kvöldfundi. Það er ekki hægt annað en hagnýta tímann svo vel sem kostur er. Ég skil sjónarmið það sem fram hefur komið hjá hv. 5. þm. Reykv. Það er ekki ætlunin að ljúka þessari umr. nú. En það hygg ég mundi greiða fyrir afgreiðslu málsins ef við gætum freistað þess t.d. að ljúka framsöguræðunni núna. Þá eru þeim, sem eru svo óheppnir að vera hér ekki til staðar til þess að hlýða á mál hv. þm., ekki allar bjargir bannaðar því að þeir mundu geta lesið ræðuna yfir og verið viðbúnir að taka þátt í framhaldsumr. um málið. Þetta var ætlunin. Ég vænti þess að við getum haldið eitthvað áfram.