13.02.1985
Efri deild: 43. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2880 í B-deild Alþingistíðinda. (2365)

285. mál, verslun ríkisins með áfengi

Flm. (Karl Steinar Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég þakka ágætar undirtektir undir þetta frv. og minni á það sem ég sagði í upphafi máls áðan, að hvers konar forneskja viðgengist í viðskiptaháttum hér á Íslandi og þörf væri á að brjóta það upp. Ég vil alls ekki gera lítið úr því. Þetta er prinsipmál sem skiptir vissulega máli. Ég hygg að ástæða væri til að afnema einokun ríkisins á fleiri sviðum, eins og kemur reyndar fram í grg. Ríkiseinokun er óþörf í dag, að mínu mati og okkar flm., og það þarf að skoða hvort ekki næst meiri hagræðing og vitrænni viðskiptahættir með því að afnema einokun á öllum sviðum.