14.02.1985
Sameinað þing: 49. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2918 í B-deild Alþingistíðinda. (2403)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Má ekki telja það eðlileg vinnubrögð forseta, telji þeir að í eftirlitsskyldum sínum við skrifstofustjóra þurfi þeir að koma á framfæri aðfinnslum, að þeir snúi sér beint til skrifstofustjórans?

Og í annan stað: Er eitthvað það í erindisbréfinu sem breytir því sem hér stendur í greininni og færir til eftirlitsrétt með húsinu og búnaði þess?