19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3019 í B-deild Alþingistíðinda. (2483)

286. mál, kjör og starfsaðstaða framhaldskólakennara

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þegar þetta mál var til umr. í Sþ. í síðustu viku beindi ég fsp. til hæstv. fjmrh. sem hann hafði áður fallist á að svara við þessar umr. Fsp. var á þá leið hvort hæstv. fjmrh. tæki undir rök fulltrúa síns, Indriða H. Þorlákssonar, um að laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eigi að vera lægri en annarra háskólamenntaðra manna vegna þess að háskólamenntaðar konur eru fleiri hjá ríkinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Og nú spyr ég: Ætlar hæstv. fjmrh. ekki að svara spurningunni?