19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3034 í B-deild Alþingistíðinda. (2506)

257. mál, starfsemi banka og sparisjóða

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykn. ræddi í sinni ræðu um tryggingar á því sparifé sem landsmenn eiga í innlánsstofnunum. Sem betur fer er reynslan sú að það hefur aldrei átt sér stað að fólk hafi þurft að standa frammi fyrir því að fá ekki sparifé sitt greitt. Hins vegar benti þm. réttilega á að í sambandi við einkabankana og sérstaklega sparisjóðina er um miklu minni tryggingu að ræða en í sambandi við ríkisbankana.

Ég vék að því aðeins í lok ræðu minnar áðan. er ég gerði grein fyrir tryggingarsjóði sparisjóða, að ég teldi að þar þyrfti að gera bragarbót á. Og ég ætla að þegar frv. um sparisjóðina verður lagt fyrir þingið nú á næstunni, þá megi sjá í því frv. að hugsað er fyrir því einmitt að gera það mögulegt að tryggingarsjóður sé fyrir hendi. þannig að þar sé um að ræða sameiginlega tryggingu hjá sparisjóðunum.

Það verður að sjálfsögðu eitt af því sem þingið tekur afstöðu til þegar bæði frv., um viðskiptabanka og sparisjóði. verða hér til umr., með hvaða hæni það vill haga þessum málum. Ég met það svo að hér vilji menn fyrst og fremst vera öruggir um að viðskiptamenn stofnana megi ganga að því sem gefnu. þegar þeir leggja sparifé sitt inn. að það fáist þaðan með réttum skilum út aftur.

Að sjálfsögðu verður ævinlega að treysta því að stjórnendur stofnana. þeir sem veljast til að stýra þeim. sjái vel fyrir því fjármagni sem stofnunum er falið til geymslu og þannig sé í raun og veru ævinlega full trygging fyrir því að það fjármagn sem innstæðueigendur eiga skili sér til innborgunar þegar þess verður óskað. En hv. þm. spurði um skoðun mína á þessu. Eins og ég vék að í minni fyrri ræðu tel ég mjög æskilegt að því er varðar sparisjóðina að tryggingarsjóðurinn verði efldur til þess að gera stöðu sparifjáreigenda. sem við þá skipta, öruggari. Helt eigi það að vera þannig að ekki skipti máli hvar fjármagnið er geymt, eigendur þess eigi jafnan rétt á að fá það endurgreitt hvort sem það er í sparisjóðum eða bönkum og hvort sem um er að ræða ríkisbanka eða einkabanka.

Hv. fyrirspyrjandi. 2. landsk. þm., spurði hvort þær skuldir og ábyrgðir sem bankarnir væru í væru til orðnar með vitund ríkisstj. Það liggur ljóst fyrir um hver einustu mánaðamót hvernig staða þessara stofnanit er. Það varð á þessu misbrestur á s.l. ári eins og öllum er kunnugt. Og einmitt þess vegna var gerð breyting á reglugerðinni. til þess að tryggja það að út fyrir það sem reglugerð og lög mæla verði ekki farið. Hins vegar verður að taka það með í reikninginn að hér er um að ræða endurlánuð skammtímalán með tryggingum innanlands, endurlánuð löng lán með tryggingum innanlands og endurlánaðar ábyrgðir með tryggingum innanlands. Þannig að eftir standa yfirdráttarskuldir hjá erlendum bönkum upp á 1 milljarð 117 millj. sem eru þá skuld ríkisviðskiptabankanna. því hér er fyrst og fremst um þá að ræða á þessum tíma. svo lítið er það sem aðrir hankar hafa verið í fyrirgreiðslu um erlend lán.

Eins og ég sagði áðan liggur fyrir um hver mánaðamót greinargerð um stöðu bankanna. Það á því ekki að geta farið fram hjá neinum hvernig þessir hlutir hafa gerst. En einmitt vegna þess sem úrskeiðis fór á s.l. ári var gerð á reglugerðinni breyting og ég veit ekki til að út af hafi brugðið eftir að sú reglugerðarbreyting var gerð.