19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3035 í B-deild Alþingistíðinda. (2508)

257. mál, starfsemi banka og sparisjóða

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Út af því sem hv. 3. þm. Reykn. sagði hér í lokin um afkomu banka og sparisjóða á árinu 1984 vil ég láta þess getið að ég hef ekki niðurstöður einstakra ársreikninga þessara stofnana. Mér er hins vegar kunnugt um að það hefur gengið misjafn lega, eins og gefur að skilja, þar eins og annars staðar hefur rekstrarafkoma verið mismunandi. Ég hef þar með ekki möguleika hér og nú að tjá mig um það. Reikningar þessara stofnana hafa ekki borist rn., sjálfsagt vegna þess að þeim er ekki fullkomlega lokið. En þegar frv. um viðskiptabanka verður hér til umr. og í nefnd trúi ég að menn vilji gjarnan fá tækifæri til að skoða þessi mál og það verði þá hægt og auðvitað ekki aðeins þá heldur um leið og reikningar liggja fyrir sé það öllum ljóst hvernig afkoma þeirra hefur verið.