19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3039 í B-deild Alþingistíðinda. (2513)

296. mál, innheimta erfðafjárskatts

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 477 leyft mér að spyrja hæstv. fjmrh. um innheimtu erfðafjárskatts á árinu 1984. Spurt er um rauntölu, en í fjárlögum 1984 er gert ráð fyrir tekjum upp á 40 millj. Lögum skv. eiga allar tekjur af erfðafjárskatti að renna til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, en skv. lánsfjárlögum og fjárlagaafgreiðslu s.l. árs var talan skert um rúm 50% eða lækkuð í 19.4 millj. Nú hefur hæstv. ráðh. beitt sér fyrir og afgreitt 10 millj. til viðbótar hinu almenna framlagi til Framkvæmdasjóðs fattaðra á þessu ári og ber að fagna því og færa hæstv. ráðh. þakkir fyrir þann skilning. En varðandi erfðafjárskattinn vildi ég vita hver raunveruleg skerðing hefði orðið á s.l. ári og því er spurt um innheimtuskil þess árs.