26.02.1985
Sameinað þing: 53. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3219 í B-deild Alþingistíðinda. (2699)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. félmrh. veit að málið er á dagskrá og vissi að það yrði tekið fyrir og hann var hér rétt í þessari andrá. Það verður gerð gangskör að því að fá hann í salinn. — Ég bið hv. 2. landsk. þm. afsökunar á því fyrir hönd ráðh. að hann skuli ekki vera hér viðstaddur, en við getum ekki tekið málið til umr. Tími okkar allra er dýrmætur og við getum ekki beðið eftir ráðh.