26.02.1985
Sameinað þing: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3252 í B-deild Alþingistíðinda. (2729)

265. mál, sala á fiski erlendis

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Hve mikið af ferskum fiski var flutt í gámum til sölu erlendis frá einstökum verstöðvum á s.l. ári? Tilgreint sé magn einstakra fisktegunda frá hverri verstöð ef unnt er.

2. Hve mikið verð fékkst fyrir þennan útflutning frá hverri verstöð?

3. Hvert var meðalsöluverð hverrar fisktegundar að frádregnum sölukostnaði?

Svar:

1. Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags Íslands liggja eftirfarandi bráðabirgðatölur fyrir um útflutning á ferskum fiski í gámum árið 1984. Tölur miðast við óslægðan fisk, ekki reyndist unnt að tilgreina magn einstakra fisktegunda.

tonn

Vestmannaeyjar

1077

Eyrarbakki

88

Þorlákshöfn

2169

Grindavík

981

Sandgerði

550

Garður

1808

Keflavík

784

Vogar

254

Hafnarfjörður

717

Kópavogur

466

Reykjavík

2849

Akranes

342

Hellissandur

23

Ólafsvík

91

Patreksfjörður

21

Tálknafjörður

405

Þingeyri

25

Flateyri

235

Bolungarvík

118

Ísafjörður

640

Súðavík

119

Siglufjörður

7

Bakkafjörður

9

Seyðisfjörður

208

Neskaupstaður

2133

Eskifjörður

9

Samtals:

16128

2. Ekki er unnt að veita svar við þessari spurningu þar sem fiski er í mörgum tilfellum safnað frá mörgum verstöðvum og fiskibátum. Hins vegar ber þess að geta að vegna stóraukins útflutnings á ferskum fiski í gámum á uppboðsmarkað erlendis hefur ráðuneytið sett nýjar reglur sem kveða á um að gerð sé ítarleg grein fyrir magni hverrar fisktegundar í hverjum gámi, hver sé eigandi aflans og nafni veiðiskips. Þessar reglur voru settar um síðustu áramót og ættu að auðvelda gagnasöfnun.

3. Ekki er unnt að gefa svar við þessari spurningu þar sem söluverði einstakra fisktegunda er ekki haldið aðgreindu við lokauppgjör banka hérlendis vegna sölu á ferskfiski á erlendum markaði.