26.02.1985
Sameinað þing: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3255 í B-deild Alþingistíðinda. (2732)

82. mál, niðurskurður og sparnaður í skólum

Svar:

Heildarkennslumagn í grunnskólum skólaárið 1984– 1985 er 1,5% minna en skólaárið á undan, þ.e. 1983– 1984.

Sparnaðurinn skiptist á eftirfarandi hátt eftir fræðsluumdæmum (miðað er við kenndar stundir á viku):

1983-84

1984-85

%

Reykjavík

19 580

19 605

Reykjanes

16 083

15 837

1,5

Vesturland

5 359

5 225

2,5

Vestfirðir

4 006

3 906

2,5

Norðurland vestra

4 515

4 471

1,0

Norðurland eystra

8 264

8 037

2,7

Austurland

5 104

4 995

2,1

Suðurland

7 116

6 888

3,2

Um sundurliðun eftir skólahverfum vísast til meðfylgjandi yfirlita frá fræðsluskrifstofum.

Þótt tekist hafi að ná þessum sparnaði merkir það ekki að hver nemandi fái minni kennslu en áður heldur náðist hagræðing, t.d. með því að sameina fámennar bekkjardeildir. Skýrir þetta einnig hvers vegna erfiðara reyndist að spara í Reykjavík þar sem bekkjardeildir voru þegar það fjölmennar að slíkt svigrúm var ekki fyrir hendi.

Í framhaldsskólum hefur kennslumagn á viku aukist milli skólaáranna 1983–1984 og 1984–1985 um 4,4% en það stafar af fjölgun nemenda eins og fram kemur af meðfylgjandi greinargerð og yfirliti yfir nemendafjölda og kennslumagn.

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðherra var sparnaðarviðleitni í skólakerfinu miðuð við hagræðingaraðgerðir sem unnt væri að framkvæma án þess að dregið væri úr þeirri fræðslu sem skólum ber að láta hverjum og einum nemanda í té.

Fylgiskjöl.

Skólaskrifstofa Reykjavíkur

Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri,

Menntamálaráðuneytinu,

Hverfisgötu 6.

Reykjavík, 18. febr. 1985.

Með vísun til símtals yðar í dag, sbr. og áður sent bréf varðandi deildafjölda og kennslumagn í grunnskólum Reykjavíkur, vil ég taka fram eftirfarandi:

Á s.l. skólaári voru kenndar 19 580 vikustundir í grunnskólum borgarinnar, eða sem svaraði 1,65 std. á nemanda á viku.

Á yfirstandandi skólaári eru samsvarandi tölur 19 605 vikustundir eða 1,64 std. á nemanda á viku. Auk þeirrar lækkunar kennslumagns á nemanda milli ára, sem hér kemur fram, má benda á að í framkvæmd tókst að halda þeim deildafjölda sem menntamálaráðuneytið taldi fyllstu hagkvæmni miðast við en slíkt reynist æ erfiðara með hverju árinu vegna aukinnar dreifingar byggðar og óhentugrar skiptingar nemenda milli skóla.

Virðingarfyllst,

Ragnar Georgsson.

Reykjanesumdæmi.

Kennsla

Kennsla

1984/84

1984/85

Mismunur

%

Kópavogur

3 613

3 528

-85

-2,35

Seltjarnarnes

1 019

1 021

2

0,20

Garðabær

1 720

1 737

17

0,99

Hafnarfjörður

3 461

3 454

-7

-0,20

Bessastaðahreppur

211

219

8

3,79

Mosfellshreppur

1 261

1 275

14

1,11

Kjalarneshreppur

142

137

-5

-3,52

Kjósarhreppur

70

65

-5

-7,14

Keflavík

1 660

1 708

48

2,89

Grindavík

709

697

-12

-1,69

Njarðvík

674

676

2

0,30

Miðneshreppur

298

289

-9

-3,02

Gerðahreppur

317

303

-14

-4,42

Vatnsleysustrandarhreppur

240

277

37

15,42

Sérkennsla og sérdeildir

319

158

-161

-50,47

Sérstök stuðningskennsla

369

293

-76

-20,60

Samtals

16 083

15 837

-246

-1,53

Ath.:

Stuðnings- og sérkennsla er óbreytt hvað magn snertir frá fyrra ári, en uppsetning er önnur þar sem þeim nemendum, sem þurfa á hjálparkennslu að halda, er nú meira blandað inn í almennar deildir en gert var á síðasta skólaári.

Fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis

Menntamálaráðuneyti,

skólamálaskrifstofa

Hverfisgötu 4,

101 Reykjavík.

Hér með er leitast við að svara, eftir því sem tök eru á, fyrirspurn háttvirts alþingismanns, Hjörleifs Guttormssonar, til menntamálaráðherra „um niðurskurð og sparnað í skólum“ (107. löggjafarþing, 82. mál).

Þessu verður best svarað með því að bera saman áætlun um fjölda kennslustunda í skólum umdæmisins vegna skólaáranna.

Skólahverfi:

1983/84

1984/85

Akraneskaupstaður

1 527

1 535

Ólafsvíkurkaupstaður

436

415

Heiðarskóli, Leirársveit

269

250

Andakílsskóli, Hvanneyri

100

99

Kleppjárnsreykjaskóli

256

250

Varmalandsskóli, Mýrasýslu

290

275

Borgarnes

566

550

Laugargerðisskóli, Snæfellsnesi

259

250

Lýsuhólsskóli, Staðarsveit

65

61

Neshreppur utan Ennis

290

280

Eyrarsveit

295

290

Stykkishólmur

486

440

Búðardalur, Laxárdalshreppi

244

230

Laugaskóli, Dalasýslu

276

300

Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis Menntamálaráðuneytið, Sólrún Jensdóttir.

Svar frá Vestfjarðaumdæmi vegna fyrirspurnar Hjörleifs Guttormssonar til menntamálaráðherra um niðurskurð og sparnað í skólum.

Samanburður á kenndum stundum skólaárið 1983–

84 og 1984-85:

Skóli:

1983-84

1984-85

Barnaskóli Ísafjarðar

625

607

Barnaskóli Hnífsdal

117

110

Gagnfræðaskóli Ísafirði

356

347

Grunnskólinn Bolungarvík

414

409

Grunnskólinn Geiradalshreppi

35

44

Reykhólaskóli

201

202

Grunnskólinn Flatey

30

0

Grunnskólinn Barðaströnd

122

102

Grunnskólinn Rauðasandi

39

43

Grunnskólinn Patreksfirði

346

346

Grunnskólinn Tálknafirði

177

166

Grunnskólinn Bíldudal

169

165

Grunnskólinn Auðkúluhreppi

32

30

Grunnskólinn Þingeyri

163

162

Grunnskólinn Núpi

53

60

Grunnskólinn Holti

63

59

Grunnskólinn Flateyri

175

141

Grunnskólinn Suðureyri

199

197

Grunnskólinn Súðavík

113

71

Grunnskólinn Reykjanesi

44

47

Finnbogastaðaskóli

41

47

Klúkuskóli

68

54

Grunnskólinn Drangsnesi

59

84

Grunnskólinn Hólmavík

216

224

Grunnskólinn Broddanesi

68

66

Grunnskólinn Borðeyri

81

79

Bræðratunga,sérdeild

0

44

Samtals

4 006

3 906

Rétt er að taka fram að ýmsar ástæður aðrar en niðurskurðarviðleitni valda breytingum milli ára, svo sem breytingar á nemendafjölda, breytt kennsluskipan o. fl.

Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra

Kennslumagn í skólahverfum

1983–1984

1984–1985

Alm.

Stuðnings-

Sér-

Alm.

Stuðnings-

Sér-

kennsla

kennsla

kennsla

kennsla

kennsla

kennsla

Grunnskólinn siglufirði

574

36

606

33

9

Barnaskólinn Sauðárkróki

Gagnfræðaskólinn Sauðárkróki

670

50

705

68

Grunnskólinn Staðarhreppi, V-Hún.

66

58

7

Laugarbakkaskóli

307

20

306

28

Grunnskólinn Hvammstanga

249

14

267

14

Vesturhópsskóli

68

54

3

Húnavallaskóli

355

31

336

26

20

Grunnskólinn Blönduósi

332

24

348

26

Grunnskólinn Höfðakaupstað

302

12

304

17

Grunnskólinn Skefilsstaðahreppi

34

26

Melsgilsskóli

67

47

Varmahlíðarskóli

336

15

276

35

Steinsstaðaskóli

175

7

160

16

Grunnskólinn Akrahreppi

93

6

86

Grunnskólinn Rípurhreppi

65

51

Grunnskólinn Hólum

100

7

97

11

Grunnskólinn Hofsósi

263

19

235

19

Sólgarðaskóli

63

61

5

Egilsásérdeild

155

111

Samtals

4 119

241

155

4 023

308

140

Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra

Kennslu-

Kennslu-

kvóti

kvóti

1983 st/v

1984 st/v

Námsstjórn

30

Grímseyjarhreppur, grunnskólinn

63

55

Ólafsfjörður, barnaskólinn,

gagnfræðaskólinn

409

385

Dalvík, grunnskólinn

482

440

Svarfaðardalshreppur, Húsabakki

124

136

Hríseyjarhreppur, grunnskólinn

139

136

Árskógarhreppur, grunnskólinn

114

136

Arnarneshreppur, grunnskólinn

71

55

Glæsibæjarhreppur, Þelamörk

247

258

Akureyri, Barnaskóli Akureyrar

Glerárskóli

Lundarskóli

Oddeyrarskóli

Gagnfræðaskóli

Síðuskóli

Bröttuhlíðarskóli

Samtals

3 408

3 323

Hrafnagilshreppur, grunnskólinn

98

97

Saurbæjarhreppur, grunnskólinn

92

84

Öngulsstaðahreppur, grunnskólinn

99

109

Hrafnagilsskóli

242

210

Svalbarðsstrandarhreppur, grunnskólinn

94

92

Grýtubakkahreppur, gunnskólinn

153

179

Ljósavatnshreppur, Stórutjarnir

242

210

Bárðdælahreppur, grunnskólinn

67

65

Skútustaðahreppur, grunnskólinn

226

220

Reykdælahreppur, grunnskólinn

166

150

Aðaldælahreppur, Hafralækur

258

240

Húsavík, barnaskólinn,

gagnfræðaskólinn, samtals

696

679

Kelduneshreppur, Skúlagarður

63

56

Öxarfjarðarhreppur, Lundur

112

109

Fjallahreppur, Grímsstaðir

10

Presthólahreppur, grunnskólinn

93

100

Raufarhafnarhreppur, grunnskólinn

220

210

Svalbarðshreppur, grunnskólinn

65

43

Þórshafnarhreppur, grunnskólinn

231

220

Samtals stundir

8 264

8 037

Austurlandsumdæmi

Stundafjöldi skólaárin 1983-.84 og 1984-85.

Skóli

1983

1984

Mismunur

Skýringar

Seyðisfjörður

364

328

-36

Heimilaðar stundir 1984:352.

Breyting sennilega væntanleg eftir áramót.

Neskaupstaður

576

591

+15

Bættist við ein deild.

Eskifjörður

372

331

-41

Fækkun um eina deild, o.fl.

Skeggjastaðahreppur

53

58

+5

Fleiri eldri börn.

Vopnafjörður

343

348

+5

Brúarásskóli

109

110

+1

Skjöldólfsstaðir

66

66

Borgarfjörður

80

78

-2

Hallormsstaður

188

177

-11

Útibú í Fljótsdal lagt niður.

Egilsstaðir

503

514

+11

Ófyrirséð sérkennsla.

Eiðar

136

136

Mjóifjörður

34

33

-1

Norðfjarðarhreppur

35

34

-1

Reyðarfjörður

306

298

-8

Fáskrúðsfjörður

332

341

-9

Fækkun skiptist. Óhagstætt meðaltal.

Stöðvarfjörður

163

156

-7

Breiðdalur

164

164

Beruneshreppur

60

60

Djúpivogur

195

185

-10

Geithellnahreppur

50

58

+8

Nesjaskóli

218

218

Hafnarhreppur

614

567

-40

Fækkun um eina deild. Minni sérkennsla.

Mýrahreppur

56

58

+2

Borgarhafnarhreppur

53

54

-1

Hofshreppur

34

32

-2

Samtals

5 104

4 995

-122

Samanburðurinn miðast við haustönn bæði árin. Í sumum skólum breytist stundafjöldinn á vorönn.

Suðurlandsumdæmi Kennslustundafjöldi (almennar kennslustundir) á

viku skólaárið 1983/84 og haustið 1984 sundurliðaður eftir skólahverfum. Búast má við að stundafjöldi vorið 1985 gæti orðið 10–20 stundum meiri frá því sem var haustið 1984.

Kennslu-

Kennslu-

stundir

stundir

1983-84

1984-85

Vestmannaeyjar

1 366

1 373

Selfoss

1 201

1 101

Kirkjubæjarklaustur

264

259

Víkurskóli

203

185

Ketilsstaðaskóli

67

65

A-Eyjafjallahreppur

92

90

V-Eyjafjallahreppur

63

62

A-Landeyjahreppur

93

90

V-Landeyjahreppur

70

64

Fljótshlíðarhreppur

68

63

Barnaskóli Hvolsvelli

161

180

Gagnfræðaskóli Hvolsvelli

194

175

Hella

292

276

Holtahreppur

276

272

Djúpárhreppur

93

90

Gaulverjabæjarhreppur

57

56

Stokkseyri

273

279

Eyrarbakki

287

263

Hraungerðishreppur

68

69

Villingaholtshreppur

70

69

Skeiðahreppur

73

69

Gnúpverjahreppur

110

102

Hrunamannahreppur

300

303

Biskupstungnahreppur

253

227

Laugardalshreppur

87

88

Grímsneshreppur

134

129

Hveragerði

525

532

Þorlákshöfn

376

357

Alls

7 116

6 888

Mismunur er 3.2% .

Svipaður sparnaður hefur einnig náðst í hjálpar-

kennslu.

Menntamálaráðuneytið 18. febr. 1985

Í framhaldsskólum var reynt að ná fram umræddum sparnaði með hagræðingu kennslunnar án þess að skerða námsframboð og fjölda nemendastunda.

Skólaárin 1981–82 og 1982–83 óx nemendafjöldi í framhaldsskólum um u.þ.b. 4%. Fjölgun skiptist tiltölulega jafnt á þær tegundir skóla sem hér er miðað við og kennslumagn á hvern nemanda hélst óbreytt, u.þ.b. 2.26 kennarastundir á viku.

Haustið 1983 hafði framhaldsskólanemendum fjölgað um 4.6% miðað við haustið 1982. Kennslumagn dróst hins vegar saman um 1% og kennarastundum á nemanda fækkaði um 5.4%. Þá fækkun má einkum rekja til betri stjórnunar á stærð námshópa og röðun áfanga í brautaskiptum skólum.

Haustið 1984 hefur nemendum í þessum skólum enn fjölgað og eru nú um 12 600 sem er 9.6% fjölgun frá haustinu 1982. Aukning kennslumagns á sama tíma er um 3.3% og stundafjöldi á nemanda er nánast sá sami og á síðasta skólaári eða 2.135 st/v en var 2.14 haustið 1983.

Auk þess sem hér hefur verið rakið ber að hafa það í huga að fjölgun framhaldsskólanema síðast liðin 2–3 ár hefur einkum beinst að fjölbrautaskólunum sem flestir bjóða upp á fjölbreytt verknám og nota því eðli málsins samkvæmt meira kennslumagn á nemanda en bóknámsskólar með hefðbundnu sniði.

Sá sparnaður, sem hér hefur náðst með hagræðingu, er því í raun töluvert meiri en fram kemur af þeim hlutfallstölum sem raktar eru hér á undan.

Í meðfylgjandi töflum um nemendafjölda og kennslumagn í framhaldsskólum 1981–1984 vantar nokkra skóla þar sem kennsla er annaðhvort árstíðabundin eða fer að verulegu leyti fram í námskeiðaformi.

Hins vegar má ætla að í heild hafi þróun kennslumagns þar verið svipuð því sem varð í hinum háttbundnari skólum.

2. Að hve miklu leyti hafa ráðstafanir skv. 1. lið komið niður á stundum til ráðstöfunar í skólabókasöfnum?

Svar:

Samkvæmt upplýsingum frá fræðslustjórum hafa ráðstafanir skv. 1. lið ekki komið nema óverulega niður á stundum til ráðstöfunar í skólabókasöfnum.

Er hér á eftir vísað í svör fræðslustjóranna:

Reykjavík: Ráðstafanir skv. 1. lið hafa ekki komið niður á stundum til ráðstöfunar í skólabókasöfnum svo umtalsvert sé.

Reykjanes: Ráðstafanir skv. 1. lið hafa ekki komið niður á skólabókasöfnum.

Vesturland: Engin veruleg breyting hefur orðið vegna ráðstafana skv. 1. lið.

Vestfirðir: Ekki er vitað til að þessar ráðstafanir hafi komið niður á stundum til ráðstöfunar í skólabókasöfnum, en þróun þeirra er skammt á veg komin í umdæminu.

Norðurland vestra: Skólar, sem starfrækja skólabókasöfn, hafa fengið óskipta þá tíma sem ætlaðir eru til leiðbeiningar í bókasöfnum. Kvóti til starfa við eftirlit með kennslutækjum og til starfa á bókasöfnum hefur í engu verið skertur.

Norðurlandsumdæmi eystra: Ráðstafanir skv. 1. lið hafa haft óveruleg áhrif.

Austurlandsumdæmi: Þessar ráðstafanir hafa ekki mér vitanlega komið niður á ráðstöfunarstundum skólasafna.

Suðurland: Áhrif mjög óveruleg.

3. Hver var nemendafjöldi í einstökum skólahverfum, flokkaður eftir árgöngum, og fjöldi bekkjardeilda í árgöngum á skólaárinu 198~1984 og hverjar eru hliðstæðar tölur skólaárið 1984–1985?

Svar:

Varðandi þennan lið vísast til skráa ráðuneytisins um fjölda nemenda og kennara skólaárin 1983–1984 og 1984–1985 sem hér fylgja.

Um fjölda bekkjardeilda í umræddum árgöngum vísast til upplýsinga frá fræðsluskrifstofum. Þó vantar enn upplýsingar um þetta atriði frá Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

4. Hvernig hefur tekist að ná markmiðum menntamálaráðherra um 4% sparnað í rekstri grunnskóla á árinu 1984?

Svar óskast sundurliðað eftir skólahverfum.

Svar:

Ekki verður ljóst hvernig eða hvort markmiðum um 4% sparnað í rekstri grunnskóla verður náð, enda ekki miðaður við reikningsárið 1984 heldur mismun skólaáranna 1983–1984 og 1984–1985.

5. Í hve mörgum grunnskólum í landinu er kennd heimilisfræði samkvæmt viðmiðunarstundaskrá skólaárið 1984–1985?

Svar:

Niðurstöður könnunar á því hvernig framkvæmd heimilisfræðikennslu í skólum landsins hefur tekist á þessu ári og skýrt er frá í bréfi ráðuneytisins 19. des. s.l. liggja enn ekki fyrir og er því vísað til meðfylgjandi greinargerðar Bryndísar Steinþórsdóttur, námsstjóra í heimilisfræðum, sem fylgir hér með.

Upplýsingar um heimilisfræðikennslu hafa borist frá nokkrum fræðslustjórum og eru sem hér segir:

Reykjavík:

Í Reykjavík er nú eins og undanfarið alls staðar kennd heimilisfræði í 7. og 8. bekk samkvæmt viðmiðunarstundaskrá nema hvað erfitt er að koma því við í Æfingadeild KHÍ vegna húsnæðisleysis.

Í 9. bekk er alls staðar gefinn kostur á heimilisfræði sem valgrein. Í öllum skólum í 1.–6. bekk er kennsla í heimilisfræðum, en þar sem kennslan fer fram í námskeiðum er erfitt að tilgreina hvort kennt er fyllilega samkvæmt viðmiðunarstundaskrá frá 9. 4. 1984. Það virðist samt nokkuð langt í land að á því skólastigi geti kennslan farið fram skv. viðmiðunarstundaskrá. Er það aðallega vegna skorts á kennsluaðstöðu sem ekki er nægileg fyrir bekkjardeildir allra árganga og á þetta helst við um fjölmennustu skólana. A það skal minna að væntanlega liggja fyrir innan tíðar niðurstöður úr könnun sem verið er að vinna úr á vegum menntamálaráðuneytisins varðandi stöðu heimilisfræðinnar.

Reykjanes:

Þar eru kennd 31 57% þeirra stunda sem heimilt er að nota til heimilisfræðikennslu skv. viðmiðunarstundaskrá. Sjá meðfylgjandi yfirlit.

Vesturland:

Heimilisfræði er kennd samkvæmt viðmiðunarstundaskrá í tveimur skólum. Greininni er að einhverju leyti sinnt í 13 skólum, þar af allvel í fjórum. Tveir skólar bjóða ekki upp á neina kennslu í heimilisfræði.

Vestfirðir:

Heimilisfræði er kennd í 12 skólum í umdæminu og vitað er um allmarga skóla sem hyggjast taka upp heimilisfræði, margir hverjir í formi námskeiða vegna skorts á hæfum kennurum.

Austurland:

Í 6 af 28 skólum í umdæminu er heimilisfræði kennd

skv. viðmiðunarstundaskrá. Í 15 bekkjum er skert kennsla. Vikunámskeið eru á Hallormsstað fyrir 7.–9. bekk margra skóla, en kennsla yngri nemenda er víða hafin þótt fullum tíma sé ekki náð. Engin kennsla er í 7 skólum, en flestir þeirra eru mjög litlir.

Suðurland:

3/4 hlutar nemenda í umdæminu njóta kennslu í heimilisfræði.

Fylgiskjöl. Yfirlit um kennslu í heimilisfræði í Reykjanesumdæmi skólaárið 1984/85

Við-

miðun

Kennt

%

Kópavogur

229

89

38,86

Seltjarnarnes

62

12

19,35

Garðabær

114

62

54,39

Hafnarfjörður

224

76

33,93

Bessastaðahreppur

13

0

0

Mosfellshreppur

81

0

0

Kjalarneshreppur

10

10

100

Kjósarhreppur

3

0

0

Keflavík

106

31

29,25

Grindavík

42

16

38,10

Njarðvík

42

15

35,71

Miðneshreppur

21

0

0

Gerðahreppur

21

0

0

Vatnsleysustrandarhreppur

17

0

0

Samtals

985

311

31,57

UM KENNSLU Í HEIMILISFRÆÐI

Á skólaárinu 1982–1983 var gerð könnun á stöðu heimilisfræði í grunnskólum landsins. Fylgir sú könnun hér með ásamt nokkrum upplýsingum um stöðuna í einstökum fræðsluumdæmum og þeim breytingum sem vitað er um frá því könnunin var gerð.

Með nýrri viðmiðunarstundaskrá, sem gekk í gildi haustið 1984, var gert ráð fyrir heimilisfræði sem sjálfsögðum lið í skólastarfi á öllum aldursárum. Skólamönnum og foreldrum ber saman um að hér sé um þarfa og áhugaverða námsgrein að ræða sem komi öllum að góðum notum og auki fjölbreytni í skólastarfi. Því virðist vera vilji fyrir hendi að koma kennslunni á samkvæmt viðmiðunarstundaskrá.

Vandamál skólanna eru mismunandi, bæði þeirra sem þegar hafa komið sér upp heimilisfræðikennslu að einhverju leyti og þeirra sem enga kennslu hafa í greininni.

Vandamálin eru m.a.

1. Aðstöðuleysi.

Hjá stórum hluta skólanna eru þrengsli mikil og lítil von virðist vera um aukið húsnæði á næstu árum. Þetta á bæði við um dreifbýli og þéttbýli.

2. Fjárskortur.

a) Fjármagn vantar til að kaupa innréttingar. Einingainnréttingar hafa verið unnar á vegum menntamálaráðuneytisins og framleiddar af Grein í Kópavogi samkvæmt áætlaðri þörf. 50 innréttingar voru smíðaðar og fáar hafa selst, m.a. vegna erfiðrar fjárhagsaðstöðu sveitarfélaga. Innréttingarnar eru sérstaklega smíðaðar með hliðsjón af þörf þeirra skóla sem eru fámennir og hafa ekki sérstakt húsnæði og einnig til viðbótar við aðrar innréttingar til heimilisfræðikennslu. Auk innréttinganna þarf fjármagn til kaupa á búnaði.

b) Fjármagn vantar til að auka kennslu í greininni. Um leið og auka átti kennslu í heimilisfræði var skorinn niður skólakostnaður og lá þá beinast við hjá mörgum skólum að strika út nýjungar að því er virðist og þá einkum þær nýjungar sem hafa aukinn kostnað í för með sér.

Ath. Þegar aðeins var um 4 stundir á skólaári að ræða í 1.–6. bekk, sbr. eldri viðmiðunarstundaskrá, var veittur sérstakur kvóti til kennslunnar. En með nýrri viðmiðunarstundaskrá var ekki gert ráð fyrir neinum viðbótarkvóta vegna námsgreinarinnar.

Allir skólar kvarta undan því að þeir hafi ekki nægilegar skiptistundir.

3. Stundaskrárgerð. Komið hefur fram að víða vefst það fyrir mönnum af hvaða námsgrein á að taka ef bæta á við stundum í heimilisfræði. Þar koma einnig til kennararáðningar.

4. Kennaraskortur. Í mörg ár hefur verið bent á að efla þarf menntun kennara í heimilisfræði, bæði í valgreininni heimilisfræði og í kennaramenntun, svo að hinn almenni kennari geti tekið að sér kennslu yngri barna í heimilisfræði sem og í öðrum greinum. Enn fremur þarf að auka námskeið fyrir þá sem taka að sér kennslu í greininni, bæði í fræðsluumdæmunum og í Kennaraháskóla Íslands.

Mikill skortur er á heimilisfræðikennurum, þó einkum í dreifbýli.

Það hefur því borist eindregin ósk um að haldin verði námskeið fyrir almenna kennara í þeim skólum sem ekki eiga kost á heimilisfræðikennara svo að unnt verði að hefja kennslu í greininni. Á þetta ber að líta sem nauðsynlega bráðabirgðalausn þar til heimilisfræðikennarar fást til starfa í öllum skólum landsins. Að því ber að stefna.

Skólahaldsskýrslur fyrir yfirstandandi skólaár hafa ekki borist ráðuneytinu. Hér er því einungis gerð grein fyrir þeim breytingum sem vitað er um frá því könnunin var gerð.

Reykjavík. Heimilisfræði er nú kennd í öllum skólum. Vesturbæjarskólinn hefur bæst við síðan könnunin var gerð. Einhver aukning er á stundum fyrir 1.–6. bekk í átt að nýrri viðmiðunarstundaskrá.

Ef kenna á samkvæmt viðmiðunarstundaskránni hafa 8 skólar nægilegt húsnæði, en viðbótarhúsnæði vantar í 12 skólum. Það mætti leysa t.d. með lausum innréttingum í venjulegri kennslustofu.

Ath. Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskóla Íslands hefur orðið afskiptur, er eini skólinn í Reykjavík sem enga aðstöðu hefur til heimilisfræðikennslu. Laus kennslustofa er fyrir hendi sem bráðabirgðalausn, en fjármagn hefur ekki fengist til kaupa á innréttingum.

Reykjanesumdæmi.

Garðaskóli og Flataskóli hafa fengið ný kennslueldhús og Hofstaðaskóli sendir nemendur í Flataskóla.

Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit fær brátt aðstöðu til heimilisfræðikennslu í lausri kennslustofu.

Ath. Kennsla hefur ekki getað hafist í Digranesskóla í Kópavogi, vegna kennaraskorts. Einnig vantar kennara í Keflavík svo að hægt sé að fullnægja þeirri skertu kennslu sem skólarnir gefa kost á.

Vesturlandsumdæmi.

Nýtt kennslueldhús er í Grundaskóla á Akranesi og í Grunnskólanum í Borgarnesi, bæði eldhúsin koma í stað eldra húsnæðis. Í Ólafsvík er kennsla hafin í nýju húsnæði. Þar hefur ekki verið kennt áður.

Vestfirðir.

Kennsla er hafin við barnaskólann á Ísafirði. Ný kennslueldhús hafa komið í Bolungarvík og á Suðureyri. Kennsla er að hefjast á Borðeyri.

Norðurland vestra.

Nýtt kennslueldhús er í grunnskólanum á skagaströnd. Áður var kennt í félagsheimilinu. Kennsla er að hefjast í grunnskólanum á Hvammstanga, kenna á í mötuneytiseldhúsi sláturhússins.

Einnig er nú kennt í grunnskólanum í Akrahreppi og á Hólum.

Norðurland eystra.

Grunnskólinn í Öngulsstaðahreppi hefur með nýju húsnæði fengið aðstöðu til heimilisfræðikennslu sem Hrafnagilsskóli fær einnig afnot af. Nýtt eldhús er væntanlegt í Glerárskóla á Akureyri.

Skólar á Akureyri hafa búið við skerta kennslu sem var skert enn meira í haust, þrátt fyrir að húsnæði sé fyrir hendi, t.d. í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þar hafa verið kenndar 4 stundir hálft skólaár í 7. bekk, ekkert í 8. bekk, en val í 9. bekk. Nú eru einungis kenndar 3 stundir í hálft skólaár í 7. bekk og val í 9. bekk. Þetta eru sparnaðarráðstafanir sem vakið hafa óánægju bæði kennara og nemenda.

Lundaskóli er eini skólinn með yngri barna kennslu á Akureyri. skólastjórinn þar hafði skipulagt auknar stundir í heimilisfræði en getur ekki vegna sparnaðarráðstafana gefið kost á nema 4 stundum á skólaári fyrir hvert aldursár.

Austurlandsumdæmi.

Ellefu skólar af tuttugu og átta fá 1–2 vikur í heimilisfræði á Hallormsstað. Eru það námskeið sem skólinn hefur gefið kost á í nokkur ár. Nú er fyrirhuguð breyting á starfsemi skólans og því liggur m.a. fyrir að ákveða með hverju móti heimilisfræðin verður kennd í heimaskólum. Hugmynd hefur komið frá fræðslustjóra um að halda námskeið fyrir verðandi kennara þeirra 20 skóla sem eru það fámennir að erfitt verður að fá heimilisfræðikennara til starfa á næstunni.

Suðurlandsumdæmi.

Nýtt kennslueldhús er komið í Kirkjubæjarskóla. Kennsla er að einhverju leyti hafin við grunnskólana á Eyrarbakka, í Fljótshlíð, í Þykkvabæ, Reykholtsskóla í Biskupstungum og Villingaholtsskóla.

Augljóst er að aukið fjármagn þarf til að koma á kennslu í námsgreininni, þar kemur til þörf á kennsluaðstöðu, skiptistundum og námskeiðum fyrir kennara eða aðra sem taka að sér kennslu í greininni þar til heimilisfræðikennarar fást. Brýn þörf er á heildarstefnumörkun á framkvæmd í samræmi við nýja viðmiðun. Áformað er að senda könnun í skóla þar sem borin verður saman staðan árið 1978 og nú svo að vitað sé nákvæmlega hverra úrlausna er þörf. Það var mjög óheppilegt að um leið og átti að auka kennslu í heimilisfræði átti einnig að spara í skólakerfinu. Þess vegna m.a. er nauðsynlegt að koma til móts við þá skóla sem hafa fullan vilja á að fara eftir því sem kveðið er á um í viðmiðunarstundaskránni.

21. okt. 1984.

Bryndís Steinþórsdóttir

námsstjóri.