12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3499 í B-deild Alþingistíðinda. (2838)

332. mál, gjaldmiðlar í erlendum lánum fyrirtækja

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég skal endurtaka það sem ég sagði sem svar við 2. málsl. fsp. hv. 3. þm. Reykn.: Af hálfu ríkisstj. hefur verið unnið að því í Seðlabankanum að koma afurða- og rekstrarlánum Seðlabankans yfir til viðskiptabankanna. Ég er sama sinnis og báðir hv. þm., að þegar þessi mál eru þangað komin sé eðlilegt að það séu bankarnir sjálfir sem meti það skv. óskum viðskiptamannanna í hvaða gjaldmiðli lánin, sem þeir eru að veita fyrirgreiðslu um, séu tekin.