18.03.1985
Neðri deild: 48. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3629 í B-deild Alþingistíðinda. (2967)

334. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég get vel tekið undir þau ummæli sem hv. síðasti ræðumaður hafði hér um að samræmis skyldi gætt milli íbúða í verkamannabústöðum og þeirra sem byggðar eru í því sérstaka skyni að vera til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að ég tel að nauðsynlegt sé og tími til kominn að íhuga vel hvort ekki sé rétt að stíga nú það skref að fleiri íbúðir en áður í verkamannabústöðum verði boðnar til sölu á frjálsum markaði. Ég held að verkamannabústaðakerfið hefði gott af því eins og þróunin hefur verið og tel að það yrði til bóta og vildi beina því til þeirrar n. sem fær þetta mál til athugunar að athuga sérstaklega hvort ekki sé rétt að rýmka endursölurétt þeirra sem búa í verkamannabústöðum þannig að þeir geti notið frjáls markaðar.